Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 02. nóvember 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gyökeres fór hamförum í sigri Sporting eftir fréttirnar af Amorim
Mynd: Getty Images

Viktor Gyökeres er einn eftirsóttasti framherji heims en hann hefur verið stórkostlegur hjá Sporting síðan hann gekk til liðs við félagið frá Coventry síðasta sumar.


Hann skoraði 43 mörk í 50 leikjum á síðustu leiktíð og hefur skorað 20 mörk í 16 leikjum á þessari leiktíð.

Það var staðfest í gær að Rúben Amorim, stjóri Sporting, muni taka við sem stjóri Man Utd í þessum mánuði en liðið spilaði gegn Estrela í portúgölsku deldlnni í gærkvöldi.

Gyökeres fór á kostum í leiknum en hann skoraði þrennu í fyrri hálfleik og bætti fjórða markinu við í þeim seinni í 5-1 sigri. Sporting er á toppnum með fullt hús stiga eftir tíu leiki en Gyökeres hefur skorað 16 mörk í deildinni.

Vangaveltur hafa verið um hvort Amorim muni taka Gyökeres með sér til Man Utd.

„Gyökeres er með 100 milljóna evra verðmiða og það yrði mjög erfitt. Ég er ekki að fara að sækja neina leikmenn frá Sporting í janúar," segir Amorim


Athugasemdir
banner
banner