Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 02. desember 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Leikir í bikarnum hefjast mínútu seinna - Huga að andlegri heilsu
Enska knattspyrnusambandið hefur greint frá því að leikir í þriðju umferð enska bikarsins, helgina 3-6. janúar, hefjist mínútu síðar en auglýstur leiktími.

Þetta er gert til að vekja athygli á herferðinni "Heads up" en hún snýr að andlegri heilsu fólks.

Með þessu á að hvetja fólk til að huga að heilsu vina og fjölskyldumeðlima.

„Við vitum að menn geta veirð sérstaklega hikandi í að tala um þessi málefni svo það er mikilvægt að við notum fótboltann til að leggja áherslu á mikilvægi andlegrar heilsu," sagði Mark Bullingham framkvæmdastjóri hjá enska knattspyrnusambandinu.

"Heads up" herferðin verður áfram áberandi í fótboltanum á Englandi út tímabilið og meðal annars í kringum bikarúrslitaleikinn í maí.
Athugasemdir
banner