Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 02. desember 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allt frágengið og Orri kynntur hjá Val í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson er búinn að ná samkomulagi við Val um að ganga í raðir félagsins samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Valur hefur verið á eftir Orra í einhvern tíma og lagt fram fjölmörg tilboð í kappann en síðasta tilboð sem Fylkir hafnaði hljóðaði upp á 5 milljónir ef marka má orð Alberts Brynjars Ingasonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

Valur mun tilkynna kaupin í dag og verður hann þá opinberlega kynntur sem nýr leikmaður félagsins.

„Nú loksins komu þeir með eitthvað alvöru boð og eins og þú segir skilst mér að það sé hæsta boð hérna innalands og þetta verður kynnt á morgun," sagði Albert Brynjar í Dr. Football.

Orri, sem er 19 ára gamall miðjumaur, spilaði 20 leiki með Fylkismönnum í Pepsi Max-deildinni á nýafstöðnu tímabili og skoraði fjögur mörk. Hann á að baki 22 leiki fyrir yngri landsliðin og lék sinn fyrsta U21 landsleik í október.
Athugasemdir
banner
banner