Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson skoraði annað deildarmark sitt fyrir belgíska félagið Eupen er liðið gerði 1-1 jafntefli við Kortrijk í úrvalsdeildinni þar í landi.
Guðlaugur Victor kom til Eupen frá D.C. United í sumar og verið fastamaður þar.
Hann skoraði eina mark Eupen á 68. mínútu leiksins en gestirnir í Kortrijk jöfnuðu í uppbótartíma.
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliðinu eins og Guðlaugur, en hann fór af velli á 78. mínútu.
Eupen er í 13. sæti deildarinnar með 15 stig og er nú án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum.
Athugasemdir