Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 02. desember 2023 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Ég mun tala við Rashford
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United á Englandi, var eðlilega óhress eftir að hafa tapað sjötta deildarleiknum á tímabilinu er liðið heimsótti Newcastle United á St. James' Park.

Newcastle var með mikla yfirburði gegn Man Utd og hafði að lokum verðskuldaðan sigur.

Man Utd er nú fjórum stigum frá fjórða sætinu og enn lengra frá toppnum.

„Við áttum erfiðan fyrri hálfleik og ég sagði einfaldlega við strákana að ég væri ánægður með að við værum enn inn í leiknum. Við áttum fína endurkomu síðasta hluta leiksins, en annars munum við ræða frammistöðuna við liðið á morgun. Við förum núna heim, ræðum þetta og hugsum síðan um leikinn á miðvikudag.“

Hvað er stærsta áhyggjuefnið?

„Eins og ég sagði þá mun ég ræða við liðið. Við fengum nokkur færi og héldum síðan að við hefðum skorað, en það var rangstaða. Við hefðum alveg getað skorað.“

Marcus Rashford er að eiga slakt tímabil. Hann var með slökustu mönnum á vellinum í dag. Ten Hag vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum varðandi hann.

„Ég mun ræða við hann, ekki við fjölmiðla,“ sagði Ten Hag ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner