PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Steini: Heilt yfir mjög sáttur með það sem við vorum að gera
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið tapaði seinni leiknum sínum á æfingamóti í Murcia á Spáni í kvöld þegar liðið mætti Danmörku. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Kanada fyrir helgi. KSÍ birti viðtal við Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara, á samfélagsmiðla eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Danmörk

„Við vorum í smá basli í varnarleiknum í fyrri hálfleik, aðallega með tímasetningar í pressu. Vorum að stíga upp þegar liðið var ekki klárt í að stíga upp. Að sama skapi þegar við gerðum þetta skipulega náðum við góðum sóknum og komum okkur í góðar stöður, fengum 2-3 mjög góð færi og hefðum átt að skora í kvöld," sagði Steini.

Seinni hálfleikurinn var mun lokaðari en Steini lítur á björtu hliðarnar.

„Við erum að gefa leikmönnum mikilvægar mínútur. Það skiptir okkur máli að leikmenn hafa fengið mínútur til að sýna og sanna hvar þær eru staddar og hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir mig," sagði Steini.

„Auðvitað skorum við ekki, það eru ákveðin vonbrigði að skora ekki í tveimur leikjum í röð. Heilt yfir var ég mjög sáttur með það sem við vorum að gera."


Athugasemdir
banner
banner