Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. janúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmaður Bolton í bann fyrir rasisma
Mynd: Getty Images
Bolton hefur sett stuðningsmann sinn í bann frá félaginu eftir að hann gerðist sekur um rasisma á leik gegn Burton á nýársdag.

„Einum af öryggisvörðum okkar var tilkynnt um kynþáttafordóma á leiknum. Einstaklingnum var vikið af vellinum um leið og hefur nú verið settur í bann," sagði í tilkynningu Bolton.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á stóra Manchester-svæðinu.

„Fótboltafélagið Bolton Wanderers líður ekki rasisma eða annars konar mismunun og mun ekki hika við að grípa til viðeigandi aðgerða."

Annars staðar á Englandi þá voru þrír handteknir á leik Brighton og Chelsea og þá varð James McClean, leikmaður Stoke, fyrir fordómum í leik gegn Huddersfield.
Athugasemdir
banner
banner
banner