Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. janúar 2023 22:10
Brynjar Ingi Erluson
England: Fjórði sigur Man Utd í röð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester Utd 3 - 0 Bournemouth
1-0 Casemiro ('23 )
2-0 Luke Shaw ('49 )
3-0 Marcus Rashford ('86 )

Manchester United vann öruggan 3-0 sigur á Bournemouth á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eina mark fyrri hálfleiksins gerði Casemiro á 23. mínútu eftir aukaspyrnu frá Christian Eriksen. Brasilíumaðurinn hljóp á nærstöngina, algjörlega óvaldaður og kom boltanum í netið. Annað mark hans fyrir félagið frá því hann kom frá Real Madrid í sumar.

Þetta var eina færið sem hæfði markið í fyrri hálfleiknum en sá síðari bauð upp á meira fjör.

Luke Shaw tvöfaldaði forystuna á 49. mínútu. Hann hljóp upp með boltann úr bakverðinum og alveg upp að teignum. Alejandro Garnacho fékk boltann hægra megin við teiginn, kom með hann fyrir á Shaw sem skoraði. Glæsilegt hlaup frá enska bakverðinum.

Anthony Martial gat gert út um leikinn stuttu síðar en hann skallaði fyrirgjöf Casemiro framhjá markinu.

Bournemouth ógnaði með tveimur hættulegum færum á næstu mínútum á eftir. David De Gea varði skalla Philipp Billing áður en hann sá við Jaidon Anthony.

Argentínski táningurinn Garnacho átti ágætis tilraun sem hafnaði í stöng tólf mínútum fyrir leikslok og þá sá Ryan Travers við bæði Diogo Dalot og Garnacho stuttu síðar.

Þriðja markið kom fyrir rest. Shaw stakk boltanum inn fyrir á Bruno Fernandes, sem kom honum svo áfram á Rashford sem skoraði. Góður 3-0 sigur Man Utd sem er í 4. sæti með 35 stig, jafnmörg og Newcastle sem gerði markalaust jafntefli við Arsenal í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner