Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og nú sparkspekingur, var allt annað en ánægður með varnarleik liðsins í leiknum gegn Brentford í gær. Liverpool fékk á sig þrjú mörk í leiknum, tvö í fyrri hálfleik og eitt í þeim seinni. Lokatölur urðu 3-1 fyrir Brentford sem lék á heimavelli.
Eftir leik tjáði Carragher svo sig um að aldurinn á leikmönnum í liði Liverpool. Hann hefur áhyggjur af því að hópurinn sé að eldast.
Eftir leik tjáði Carragher svo sig um að aldurinn á leikmönnum í liði Liverpool. Hann hefur áhyggjur af því að hópurinn sé að eldast.
„Þegar þú skoðar aldurinn á mörgum af leikmönnum liðsins þá eru margir yfir þrítugt eða að detta í þrítugt, sem hafa verið frábærir fyrir félagið. Það er ein af ástæðum þess að félagið er til sölu því Liverpool þarf að gera stóra hluti í sumar," sagði Carragher m.a. eftir leikinn í gær.
Boudewijn 'Bolo' Zenden, fyrrum leikmaður Liverpool, tjáði sig um ummæli Carragher á BBC í morgun.
„Fyrri hálfleikurinn var hræðilegur. Mér fannst Brentford gera mjög vel, Liverpool hefði átt að vera með allar viðvörðunarbjöllur í gangi þar sem Brentford var þegar búið að vinna Man Utd og Man City á tímabilinu. Ég er viss um að Klopp var ekki ánægður og sagði eitthvað í hálfleik því seinni hálfleikurinn var mun betri. Liverpool hefur ekki verið upp á sitt besta á þessu tímabili, en það var erfitt að sjá hversu auðvelt það var fyrir Brentford að komast í færi," sagði Zenden.
„Ég myndi ekki segja að hópurinn væri kominn á aldur en ég skil hvað Carragher á við. Þegar hópur hefur verið lengi saman þá muntu sjá brotalamir í honum á endanum. Við höfum séð þær margar á þessu tímabili."
„En það er einnig vegna meiðsla. Liðið hefur ekki getað stillt upp sama liðinu og sömu uppstillingu marga leiki í röð. Ef þú horfir á öftustu fjóra sem dæmi þá ná þeir ekki að mynda góða heild, góða tengingu milli manna. Það er stundum eins og þeir skilji ekki hver annan. Það vantar upp á tengingarnar milli manna," sagði Zenden.
Athugasemdir