Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 03. janúar 2023 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Robertson hreinskilinn og gefur í skyn að menn hafi ekki fylgt fyrirmælum stjórans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, var afar hreinskilinn í viðtali eftir tapið gegn Brentford í gær. Robertson bar fyrirliðabandið í seinni hálfleiknum eftir að hafa komið inn á fyrir Kostas Tsimikas. Virgil van Dijk fór af velli í hálfleik vegna meiðsla og tók Robertson við bandinu af honum.

„Við gerðum augljóslega ekki það sem við áttum að gera. Svo einfalt er það. Við hlupum ekki aftur fyrir línuna þeirra, við vorum ekki með menn hátt uppi á köntunum, fundum ekki plássin á milli varnar og miðju, gátum ekki haldið boltanum, töpuðum seinni boltum og þeir réðu við föstu leikatriðin okkar."

„Allt þetta tekið saman þá muntu aldrei ná í úrslit á þessum velli. Við vissum að Brentford væri gott lið, þeir eru góðir í því sem þeir eru góðir í og gera það stöðugt. Við vorum undirbúnir fyrir það en réðum ekki við það."

„Föstu leikatriði eru öflug vopn hjá þeim, fyrstu tvö mörkin komu úr slíkum. Það er mjög dapurt af okkar hálfu. Í stöðunni 2-0 í hálfleik er þetta brekka. Við reyndum í seinni hálfleik, gerðum vel að pressa þá niður og náðum í mark. En augljóslega náðum við ekki að fylgja því eftir og þeir skora úr skyndisókn. Við getum ekki kvartað undan úrslitunum, þeir áttu stigin skilin og þess vegna erum við í þeirri stöðum sem við erum í."


Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner