Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Chelsea og West Ham: Sanchez bekkjaður
Filip Jörgensen stendur á milli stanganna í kvöld
Filip Jörgensen stendur á milli stanganna í kvöld
Mynd: EPA
Chelsea og West Ham mætast í síðasta leik 24. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 20:00 á Stamford Bridge í kvöld.

Enzo Maresca gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 3-1 tapinu gegn Manchester City. Filip Jörgensen kemur inn í markið í stað Robert Sanchez sem tekur sér sæti á bekknum og þá kemur Tosin Adarabioyo í vörnina í stað Trevoh Chalobah, sem er einnig á bekknum.

Joao Felix er ekki í hópnum hjá Chelsea, en hann er að ganga í raðir AC Milan á láni út tímabilið.

Andy Irving mun byrja sinn fyrsta leik með West Ham en Guido Rodriguez er á bekknum. Lucas Paqueta er ekki með í dag.

Chelsea: Jörgensen, James, Tosin, Colwill, Cucurella, Caicedo, Enzo, Madueke, Palmer, Sancho, Jackson.
Varamenn: Sanchez, Chalobah, Acheampong, Gusto, Dewsbury-Hall, George, Neto, Nkunku, Guiu.

West Ham: Areola, Wan-Bissaka, Coufal, Kilman, Cresswell, Emerson, Soucek, Irving, Soler, Bowen, Kudus.
Varamenn: Fabianski, Foderingham, Mavropanos, Guilherme, Ings, Rodriguez, Casey, Scarles, Orford.
Athugasemdir
banner
banner
banner