Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mán 03. febrúar 2025 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Góður sigur hjá Sveindísi
Kvenaboltinn
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu sannfærandi 3-0 sigur á Jena í þýsku deildinni í kvöld.

Landsliðskonan byrjaði á bekknum hjá Wolfsburg en kom við sögu á 57. mínútu.

Þetta var fyrsti leikur Wolfsburg eftir vetrarfrí en liðið er í 3. sæti aðeins stigi frá toppnum.

Sveindís hefur skorað 7 mörk í öllum keppnum með Wolfsburg á tímabilinu og gefið eina stoðsendingu.

Næsti leikur Wolfsburg er gegn Köln eftir fjóra daga og síðan mætir liðið Hoffenheim í bikarnum.
Athugasemdir
banner