Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 03. febrúar 2025 14:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gonzalez að ganga í raðir Man City
Manchester City er að ganga frá kaupum á spænska miðjumanninum Nico Gonzalez. Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að þetta sé svo gott sem frágengið, hann hefur sett „here we go" á þetta.

Man City mun borga Porto 60 milljónir evra fyrir Gonzalez, sem er riftunarverðið í samningi hans.

Hann er núna að leggja í hann til Manchester þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning.

Gonzalez er fyrrum leikmaður Barcelona og Valencia, en hann hefur spilað virkilega vel með Porto að undanförnu.

City hefur þegar eytt 120 milljónum punda í nýja leikmenn í þessum glugga. Félagið hefur meðal annars fengið sóknarmanninn Omar Marmoush og varnarmennina Abdukodir Khusanov og Vitor Reis.
Athugasemdir
banner
banner