Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Aron Sig og Stefán Árni skoruðu mörkin er KR vann Keflavík
Aron SIgurðar gerði fyrra mark KR
Aron SIgurðar gerði fyrra mark KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 2 - 0 Keflavík
1-0 Aron Sigurðarson ('35 )
2-0 Stefán Árni Geirsson ('68 )

KR vann Keflavík, 2-0, í fyrsta leik liðanna í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins í Egilshöllinni í kvöld.

Aron Sigurðarson skoraði fyrir KR á 35. mínútu og bætti Stefán Árni Geirsson við öðru þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Undirbúningstímabilið fer vel af stað hjá KR sem varð Reykjavíkurmeistari á dögunum eftir að hafa unnið sannfærandi 3-0 sigur á Val í úrslitum.

Næsti leikur KR er gegn Leikni þann 19. febrúar á meðan Keflavík mætir ÍBV föstudaginn 14. febrúar.

Byrjunarlið KR: Halldór Snær Georgsson (M), Jóhannes Kristinn Bjarnason, Birgir Steinn Styrmisson, Alexander Helgi Sigurðarson, Stefán Árni Geirsson, Aron Sigurðarson (F), Matthias Præst, Gabríel Hrannar Eyjólfsson, Jón Arnar Sigurðsson, Aron Þórður Albertsson, Óðinn Bjarkason.

Byrjunarlið Keflavíkur: Ásgeir Orri Magnússon (M), Axel Ingi Jóhannesson, Nacho Heras, Sindri Snær Magnússon, Rúnar Ingi Eysteinsson, Ernir Bjarnason, Ásgeir Páll Magnússon, Eiður Orri Ragnarsson, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Frans Elvarsson (F), Kári Sigfússon.
Athugasemdir
banner
banner