Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 03. mars 2021 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Mikill karakter hjá Chelsea
Chelsea hafði betur gegn Atletico.
Chelsea hafði betur gegn Atletico.
Mynd: Getty Images
Síðasti leikur dagsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna fór fram í Surrey á Englandi þar sem Chelsea tók á móti Atletico Madrid.

Karlalið Chelsea hafði betur gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á dögunum og niðurstaðan var sú sama þegar kvennalið félagsins áttust við í kvöld.

Kvennalið Chelsea vann bara með meiri mun. Leikurinn í kvöld endaði 2-0 fyrir Chelsea þrátt fyrir að Sophie Ingle, leikmaður liðsins, hafi fengið rauða spjaldið á tólftu mínútu. Chelsea sýndi mikinn karakter með því að landa sigri.

Maren Mjelde kom Chelsea yfir af vítapunktinum á 58. mínútu og nokkrum mínútum síðar skoraði Fran Kirby annað mark Lundúnaliðsins. Lokatölur 2-0 fyrir Chelsea en seinni leikurinn í þessu einvígi er í næstu viku á Spáni.

Þess má geta að Ann-Katrin Berger, markvörður Chelsea, varði þá tvær vítaspyrnur í leiknum. Algjörlega frábær leikur hjá henni.

Önnur úrslit í dag:
Meistaradeild kvenna: Dramatískt jafntefli hjá Glódísi og Kristrúnu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner