Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 03. mars 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Pogba líklega klár fyrir landsleikjahlé
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vonast til að Paul Pogba nái að spila með liðinu áður en landsleikjahlé verður í ensku úrvalsdeildinni eftir tæpar þrjár vikur.

Pogba hefur verið frá keppni síðan hann meiddist á læri gegn Everton í byrjun febrúar.

„Hann er að leggja mjög hart að sér. Hann veit að þegar hann kemur til baka eigum við ekki tvo eða þrjá leiki til að spila honum í form svo hann er að leggja hart að sér til að halda formi," sagði Solskjær.

„Þegar þú ert með hæfileika eins og Paul þá skiptir formið aðalmáli."
Athugasemdir
banner
banner