Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 03. mars 2023 12:10
Elvar Geir Magnússon
„Ævilangt bann hefði verið nær lagi“
Sigurður Gísli Bond Snorrason.
Sigurður Gísli Bond Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikmenn sem standast ekki þá freistingu að veðja á eigin leiki eiga ekkert erindi inn á fótboltavöll," skrifar íþróttafréttamaðurinn Sindri Sverrisson í pistli á Vísi.

Sindra finnst það eins árs bann sem Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrum leikmaður Aftureldingar, fékk fyrir að brjóta veðmálareglur alls ekki senda nógu afgerandi skilaboð um að fótboltafólki eigi aldrei að veðja á eigin leiki.

„Það er það sem gerir brot Sigurðar svo alvarleg. Hann veðjaði ekki bara á fjölda annarra leikja heldur á leiki eigin liðs, þar af að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur," skrifar Sindri.

„Hann var ekki einu sinni að veðja á sigur síns liðs, sem væri kannski skárra. Samkvæmt gögnum í úrskurði aganefndar veðjaði Sigurður nefnilega á að ákveðinn lágmarksfjöldi marka liti dagsins ljós í leikjum sem hann spilaði. Engu máli skiptir í þannig veðmálum hvort liðanna sem spila skorar mörkin. Þetta er kannski ekki alveg jafnslæmt og að veðja á tap eigin liðs, en samt eiginlega. Fjárhagslegur hagnaður af því að fá á sig mark. Og ég er algjörlega ósammála því að sýna eigi leikmönnum einhverja þolinmæði sem haga sér með þessum hætti."

„Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gafst tækifæri til að sýna hversu grafalvarlegt málið er með þungu banni og eins árs bann er bara alls ekki nóg. Ævilangt bann hefði verið nær lagi en 3-4 ára bann líklega hæfilegt. Ég óttast að þessi vægi dómur bjóði velkomið það krabbamein sem veðmál og hagræðing úrslita er."

Pistilinn má lesa í heild sinni á Vísi en þar gagnrýnir Sindri meðal annars hlaðvarpsþáttinn Dr. Football þar sem hann segir Sigurð hafa fengið að ræða um brot sín gagnrýnislaust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner