Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. mars 2023 18:39
Brynjar Ingi Erluson
Caicedo hjá Brighton til 2027 (Staðfest)
Mynd: EPA
Moises Caicedo, miðjumaður Brighton á Englandi, framlengdi í dag samning sinn við félagið til 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brighton.

Ekvadorinn er einn besti leikmaður Brighton og verið það síðustu tvö ár eða síðan hann kom frá Independiente del Valle í heimalandinu.

Arsenal reyndi ítrekað að fá Caicedo í janúarmánuði en Brighton hafnaði öllum tilboðum félagsins.

Caicedo gerði allt til að komast frá félaginu og skrópaði meira að segja á æfingar undir lok gluggans til að ýta félagaskiptunum í gegn en Brighton bugaðist ekki.

Í dag framlengdi Caicedo við Brighton til næstu fjögurra ára eða til 2027, með möguleika á að framlengja um eitt ár til viðbótar.

Hann mun hækka verulega í launum og mun nú reynast erfiðara fyrir stærri félögin að kaupa hann í sumar.
Athugasemdir
banner
banner