Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. mars 2023 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Fraser á ekki framtíð hjá Newcastle
Mynd: EPA
Skoski vængmaðurinn Ryan Fraser á ekki framtíð hjá Newcastle United en þetta segir Eddie Howe, stjóri félagsins.

Fraser hefur ekkert spilað fyrir Newcastle síðan í október en hann er nú látinn æfa með U21 árs liðinu.

Howe telur að Fraser hafi ekki verið skuldbundinn félaginu og fær því ekki að vera hluti af aðalliðinu.

Fraser og Howe þekkjast vel. Skotinn spilaði undir stjórn Howe hjá Bournemouh og neitaði að gera stutta framlengingu á samningi sínum í kringum Covid-faraldurinn árið 2020.

Nú er aftur komið babb í bátinn og útlit fyrir að Fraser fari frá félaginu í sumar.

„Ryan æfir með U21 árs liðinu. Ég tók ákvörðun um að einbeita mér að þeim leikmönnum sem eru skuldbundnir félaginu og hugsa um hag hópsins. Lífið og fótboltinn er eitthvað sem breytist hratt en í augnablikinu á hann ekki framtíð hjá félaginu,“ sagði Howe.
Athugasemdir
banner
banner