Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Stórleikur í Napolí í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það er gríðarlega skemmtileg helgi framundan í ítalska boltanum og hefst hún strax í kvöld þegar topplið Napoli tekur á móti lærisveinum Maurizio Sarri í Lazio.


Þar er um spennandi stórleik að ræða þar sem áhugavert verður að sjá hvort Lazio takist að stöðva ótrúlega sigurgöngu Napoli.

Á morgun eru svo þrír leikir á dagskrá þar sem Atalanta mætir Udinese í spennandi slag áður en AC Milan heimsækir Fiorentina. 

Dagskráin verður enn betri á sunnudaginn þegar Inter tekur á móti Lecce eftir tvo fallbaráttuslagi fyrripart dags. Stórleikur helgarinnar fer fram sunnudagskvöldið þar sem tveir haltrandi risar mætast í Róm.

AS Roma tekur þar á móti Juventus í ómissandi fótboltaleik. Roma er í baráttu um Meistaradeildarsæti á meðan Juve, sem fékk 15 mínusstig í refsingu fyrr á tímabilinu, þarf að gefa í til að eiga möguleika á Evrópusæti.

Að lokum eru tveir leikir á dagskrá á mánudagskvöldinu og því er nóg um að vera yfir alla helgina og rúmlega það.

Stöð 2 Sport 2 er með beinar útsendingar frá langflestum leikjum tímabilsins í ítalska boltanum.

Leikur kvöldsins:
19:45 Napoli - Lazio

Laugardagur:
14:00 Monza - Empoli
17:00 Atalanta - Udinese
19:45 Fiorentina - Milan

Sunnudagur:
11:30 Spezia - Verona
14:00 Sampdoria - Salernitana
17:00 Inter - Lecce
19:45 Roma - Juventus

Mánudagur:
17:30 Sassuolo - Cremonese
19:45 Torino - Bologna


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
7 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
14 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner