Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. mars 2023 18:17
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um skort á vítaspyrnum: Þetta er fyndið
Mynd: EPA
Fabinho skoraði úr síðustu vítaspyrnu Liverpool í deildinni en það var í apríl á síðasta ári
Fabinho skoraði úr síðustu vítaspyrnu Liverpool í deildinni en það var í apríl á síðasta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður út í skort liðsins á vítaspyrnum á þessu tímabili en hann segir það í raun ótrúlegt.

Liverpool hefur ekki fengið vítaspyrnu í deildinni síðan í apríl á síðasta ári er Fabinho skoraði af punktinum í 2-0 sigrinum á Watford.

Síðan þá hefur Liverpool átt 1,138 snertingar í teig andstæðingana en ekki enn fengið vítaspyrnu

Sjá einnig:
Tæpt ár síðan Liverpool fékk síðast vítaspyrnu í deildinni

Klopp skilur eiginlega hvernig þetta getur gerst en hann segir mikið af skrítnum ákvörðunum í gangi hjá dómurum á Englandi.

„Já. Þegar það er talað um alla þessa slæmu tölfræði hjá okkur á þessu tímabili en þangað til fyrir svona 2-3 vikum síðan vorum með með næst flestu skotin, í öðru sæti yfir að halda bolta og við erum ansi oft í teig andstæðingana en ég hef ekki hugmynd hvernig þetta getur gerst.“

„Við unnum síðasta leik 2-0 en það var svo mikið af skrítnum augnablikum í leiknum, ekkert vítatengt en svo mikið af skrítnum ákvörðunum. Hvernig er þetta hægt? En við tökum þessu og maður talar ekki um þetta þegar maður er að vinna leiki. Að fá ekki vítaspyrnu í svona langan tíma er bara fyndið. Mér finnst við ekki hafa rosalega margar vítaspyrnur frá því ég kom hingað og áttum kafla þar sem við áttum heima í teig andstæðingana en ég get ekki breytt þessu.“

„Það er samt svalt að einhver annar hafi fundið tölfræði um að við höfum ekki fengið vítaspyrnu í svona langan tíma í stað þess að við þurftum að nefna það. Það er betra þannig,“
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner