Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. mars 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir eina kostinn á Englandi vera Man Utd - „Stuðningsmenn Tottenham verða ekki ánægðir með mig"
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: EPA
Gaz Neville.
Gaz Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og nú sérfræðingur á Sky Sports, segir að Manchester United sé eini raunhæfi kosturinn fyrir Harry Kane ef hann vill söðla um og spila með öðru ensku félagi á næsta tímabili.

Framherjinn, sem er 29 ára gamall, á rúmt ár eftir af samningi sínum við félagið og á miðvikudag missti Tottenham af eina raunhæfa möguleika sínum á titli á þessu tímabili þegar liðið tapaði gegn Sheffield United í enska bikarnum.

Man Utd ætlar sér að fá inn framherja í sumar og hafa Kane og Victor Osimhen hjá Napoli verið hvað mest orðaðir við félagið. Neville er á því að koma Kane myndi auka möguleika United á enska meistaratitlinum.

„Hann er frábær atvinnumaður og ég held að Harry Kane gæti farið núna, ef að félag frá Manchester sýndi áhuga, þá held ég að hann myndi grípa þann möguleika. Núna er líklegra að United yrði niðurstaðan þar sem Erling Haaland er hjá City. United þarf nauðsynlega á framherja að halda."

„Stuðningsmenn Tottenham verða ekki ánægðir með mig - þeir munu segja að ég sé mættur í sjónvarpið til að reyna fá leikmann til Manchester United. Þetta snýst ekki um það. Það lítur bara þannig út fyrir mér á þessum tímapunkti að Kane sé líklegur til að fara."

„Chelsea - ég get ekki séð hann fara þangað. Harry hefur haldið hollustu við Tottenham og það er mikill rígur milli Chelsea og Tottenham. Ég sé það ekki gerast. Chelsea þarf framherja en ég sé það ekki gerast."

„Hann er ekki að fara til Arsenal, það er líka út af rígnum. Svo mér finnst United vera eini kosturinn fyrir Kane í sumar. Bayern Munchen hefur komið upp og það gæti gerst. Daniel Levy væri ánægðari ef hann yrði seldur út fyrir landsteinanna. Ef Harry vill vinna titla þá þarf hann að fara frá Tottneham, því félagið á erfitt á því sviði,"
sagði Nevile.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner