Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 03. mars 2023 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Senegalskur miðjumaður í Vestra (Staðfest)
Ibrahima Balde er mættur til Vestra
Ibrahima Balde er mættur til Vestra
Mynd: Vestri
Vestri tilkynnti í kvöld nýjan leikmann en félagið hefur gengið frá samningum við senegalska miðjumanninn Ibrahima Balde.

Balde er 27 ára gamall stór og stæðilegur miðjumaður sem er með spænskt ríkisfang.

Hann kemur til Vestra frá spænska C-deildarliðinu El Palo en þar áður spilaði hann fyrir Atletico Porcuna, Carinena, Sarinena og Borja.

Balde er mættur til landsins og mun því byrja strax að æfa með liðinu.

Vestri hafnaði í 10. sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner