Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. mars 2023 13:54
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða KSÍ 
Þórhallur ráðinn í þjálfun hjá KSÍ
Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, og Þórhallur Siggeirsson.
Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, og Þórhallur Siggeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur ráðið Þórhall Siggeirsson sem yfirmann hæfileikamótunar karla og þjálfara U15 landsliðs karla.

Þórhallur verður einnig aðstoðarþjálfari U21 landsliðs karla, en hann hefur verið í þjálfarateymi U21 liðsins frá árinu 2021 sem þrekþjálfari.

Þórhallur, sem hefur starfað við þjálfun frá árinu 1999 og hefur kennt á A og B þjálfaragráðum KSÍ frá árinu 2018, hefur viðamikla reynslu sem þjálfari hér á landi hjá HK, Stjörnunni, Þrótti R. og Val.

Hann er með UEFA A og UEFA Youth A Elite þjálfaragráður ásamt því að vera með M.Sc. í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur þjálfað unga leikmenn, verið yfirþjálfari, afreksþjálfari og þjálfað meistaraflokk.

Síðustu misseri hefur hann þjálfað hjá Sarpsborg í Noregi og Emami East Bengal á Indlandi ásamt því að vera í þjálfarateymi U21 ára landsliðs karla frá 2021, eins og kemur fram hér að ofan.

„KSÍ væntir mikils af störfum Þórhalls fyrir knattspyrnuhreyfinguna og býður hann velkominn til starfa," segir á heimasíðu KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner