Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 03. mars 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Haaland: Real Madrid draumur hvers leikmanns
Erling Haaland og liðsfélagi hans Phil Foden.
Erling Haaland og liðsfélagi hans Phil Foden.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður norska sóknarmannsins Erling Haaland segir að Real Madrid sé draumafélag hvers leikmanns. Haaland er 22 ára og hefur skorað 27 úrvalsdeildarmörk fyrir Manchester City síðan hann var keyptur frá Borussia Dortmund.

Sögusagnir hafa verið um að Haaland sé með ákvæði í samningi sínum sem geri honum kleift að fara til Real 2024. Pep Guardiola hefur neitað þessum sögum.

„Við erum með úrvalsdeildina og svo er einnig Real Madrid. Þetta eru draumar leikmanna. Það eru töfrar í kringum Madríd og Meistaradeildina," segir umboðsmaðurinn Rafaela Pimenta.

Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum síðan 2014 en Manchester City hefur ekki enn lyft þeim bikar.

Pimenta er brasilískur lögmaður sem var viðskiptafélagi ofurumboðsmannsins Mino Raiola. Hún hefur stýrt umboðsskrifstofu hans síðan hann lést í apríl í fyrra.

Hún hélt fyrirlestur á viðskiptaráðstefnu um fótboltamál sem haldin er í London og segir að Haaland hafi viljað skrifa undir hjá City til að vinna með Guardiola og til að feta í fótspor föður síns sem lék fyrir félagið.

Pimenta sagði einnig að hún og leikmenn sínir vildu gera áætlun um það hvernig þeir vilja að leikmannaferlar sínir þróist.

„Við þurfum að hafa áætlun, við verðum að hafa markmið. Kannski nást ekki öll markmiðin en ef við vitum ekki hvert við stefnum þá komumst við ekki þangað," segir Pimenta.

Hún talar um það hversu margir leikmenn setja stefnuna á að spila í ensku úrvalsdeildina.

„Þeir nefna ekki lið, þeir tala bara um ensku úrvalsdeildina. Þetta er í fyrsta sinn á mínum ferli sem ég heyri svona marga leikmenn tala um að þeir vilji spila í ákveðinni deild en tala ekki um félag."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner