Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. mars 2024 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Faðir Kvaratskhelia telur að hann verði áfram hjá Napoli
Mynd: Getty Images

Faðir Khvicha Kvaratshkelia leikmanns Napoli hefur trú á því að sonur sinn muni verða áfram hjá Napoli á næstu leiktíð.


Kvaratshkelia hefur verið orðaður við mörg félög undanfarin ár en virðist ekki vera á faraldsfæti. Badri, faðir Kvaratshkelia sagði í útvarpsþætti á Ítalíu að hann væri líklega ekki á förum.

„Ég er svo ánægður að sonur minn hafi lagt sitt að mörkum þegar Napoli vann titilinn. Ég er svo þakklátur Ítalíu og Napoli að hafa tekið vel á móti honum og metið hann vel sem persóna og fótboltamaður," sagði.

„Hann er sá eini sem getur valið það að vera áfram hjá Napoli en ég held að hann verði áfram í Napoli treyjunni. Sama hvað mun ég virða ákvörðunina hans."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner