Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. apríl 2021 11:15
Magnús Már Einarsson
Grótta með alþjóðlegar Zoom æfingar með stórliðum
Mynd: Getty Images
 Chris Brazell yfirþjálfari Gróttu.
Chris Brazell yfirþjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í vikunni hefur knattspyrnudeild Gróttu boðið leikmönnnum sínum að fara á alþjóðlega æfingu með þjálfurum frá sumum bestu knattspyrnuakademíum heims.

Á hverjum degi hafa farið fram 30 mínútna Zoom æfing á netinu í öðru landi, með öðru félagi og þjálfara.

Æfingarnar beinast aðallega að krökkum á aldrinum 10-16 ára, en þeir sem eru eldri eða yngri og vilja taka þátt geta auðvitað gert það.

Grótta er þarna í samstarfi við West Ham í Englandi, Boavaista í Portúgal, Anderlecht í Belgíu og Independente í Argentínu.

Björn Breiðfjörð Valdimarsson, Magnús Helgason og Jórunn María Þorsteinsdóttir, þjálfarar hjá Gróttu, taka þátt í verkefninu fyrir hönd þjálfara félagsins.

Chris Brazell, yfirþjálfari Gróttu, átti hins vegar þátt í því að koma þessu verkefni af stað. Var auðvelt fyrir Gróttu að komast í samband við þessi stóru félög?

„Atvinnumennskan í fótbolta er mjög lokað umhverfi, sérstaklega þegar kemur að stórum félögum og starfsfólki þar. Þú treystir því á persónuleg sambönd sem þú hefur skapað í gegnum tíðina," sagði Brazell.

„En getur einhver sem les þetta gert það sama eða eitthvað svipað? Að sjálfsögðu! Það eru mun reyndari og hæfari þjálfarar sem vinna hjá mun stærri félögum á Íslandi sem ég er viss um að fólk í heiminum myndi vilja fara í samstarf við - prófið bara."

„Ég held að það sé óhætt að segja að við ættum að vinna meira saman og kannski er tíminn til þess að byrja á því núna!"

Fyrsta alþjóðlega æfingin hefst í dag! Linkurinn kemur hingað inn seinna í dag.

Í vikunni mun knattspyrnudeild Gróttu...

Posted by Grótta Knattspyrna on Þriðjudagur, 30. mars 2021

Athugasemdir
banner
banner
banner