Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. apríl 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Moriba spilar með B-liði Barcelona í dag - Ekki með á mánudag?
Ilaix Moriba fagnar með Ousmane Dembele og Lionel Messi
Ilaix Moriba fagnar með Ousmane Dembele og Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Ilaix Moriba mun spila með B-liði Barcelona í spænsku C-deildinni í dag en óvíst er hvort hann verði með aðalliðinu gegn Valladolid á mánudag.

Moriba er aðeins 18 ára gamall en hann á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Hann hefur skorað eitt og lagt upp þrjú mörk í aðeins fimm leikjum með aðalliði Barcelona á þessari leiktíð en hann hefur þar að auki spilað einn leik í Meistaradeildinni og tvo leiki í spænska bikarnum.

Þrátt fyrir þessa mögnuðu byrjun mun hann spila með B-liði Börsunga í dag en liðið er að berjast fyrir sæti í B-deildinni. Liðið er í sex liða riðli C-deildarinnar og á góða möguleika á að komast upp og því var hann sendur aftur í B-liðið.

Liðið mætir Alcoyon í dag en aðalliðið spilar svo við Real Valladolid á mánudag og óvíst hvort hann spili þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner