Daníel Laxdal og Guðjón Baldvinsson spiluðu báðir gegn Grindavík á mánudaginn þrátt fyrir að glíma við veikindi. Daníel skoraði jöfunarmarkið í leiknum en hann og Guðjón liggja núna báðir með flensu heima.
„Gaui og Daníel voru smá eftir sig eftir leikinn. Þeir voru slappir daginn fyrir leik og liggja núna með háan hita á morgun. Vonandi verða þeir klárir á æfingu á morgun," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag.
Hinn 17 ára gamli Alex Þór Hauksson lék sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni gegn Grindavík en hann var í byrjunarliðinu.
„Alex er frábær, ungur og efnilegur leikmaður. Hann hentar vel inn í okkar lið. Hann er ungur að árum og það var ekki auðvelt að spila við þessar aðstæður. Hann stóð sig feykilega vel og á eftir að gera það í sumar."
Næsti leikur Stjörnumanna er gegn ÍBV á sunnudaginn.
„Ég er búinn að sjá 1-2 leiki með þeim í vetur og þeir líta vel út. Þetta verður hörkuleikur tveggja góðra liða," sagði Rúnar um verkefnið sem er framundan.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir