Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 03. maí 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Páll: Gaui og Daníel voru smá eftir sig eftir leikinn
Guðjón Baldvinsson spilaði gegn Grindavík þrátt fyrir veikindi.
Guðjón Baldvinsson spilaði gegn Grindavík þrátt fyrir veikindi.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Daníel Laxdal og Guðjón Baldvinsson spiluðu báðir gegn Grindavík á mánudaginn þrátt fyrir að glíma við veikindi. Daníel skoraði jöfunarmarkið í leiknum en hann og Guðjón liggja núna báðir með flensu heima.

„Gaui og Daníel voru smá eftir sig eftir leikinn. Þeir voru slappir daginn fyrir leik og liggja núna með háan hita á morgun. Vonandi verða þeir klárir á æfingu á morgun," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag.

Hinn 17 ára gamli Alex Þór Hauksson lék sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni gegn Grindavík en hann var í byrjunarliðinu.

„Alex er frábær, ungur og efnilegur leikmaður. Hann hentar vel inn í okkar lið. Hann er ungur að árum og það var ekki auðvelt að spila við þessar aðstæður. Hann stóð sig feykilega vel og á eftir að gera það í sumar."

Næsti leikur Stjörnumanna er gegn ÍBV á sunnudaginn.

„Ég er búinn að sjá 1-2 leiki með þeim í vetur og þeir líta vel út. Þetta verður hörkuleikur tveggja góðra liða," sagði Rúnar um verkefnið sem er framundan.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner