Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   fim 03. maí 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Óli Kristjáns: Leyfi Clarke að detta inn - Gott útlit varðandi Eddi Gomes
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rennico Clarke.
Rennico Clarke.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eftir sigur í Grindavík í fyrstu umferð mun FH mæta Breiðabliki í stórleik í næstu umferð Pepsi-deildarinnar, leikurinn verður á mánudagskvöld.

„Blikarnir hafa verið mjög góðir í vetur. Það hefur verið mikill léttleiki yfir þeim og þeir skorað mörg mörk. Hafa gaman að því að spila fótbolta. Við þurfum að nálgast þetta verkefni af alvöru og gerum það," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.

FH rúllaði yfir ÍR í bikarnum í vikunni og margir sem gera tilkall til þess að vera í byrjunarliðinu.

„Svona vill maður hafa þetta, þegar menn fá tækifærið þá grípi þeir það. Það er ekki þannig að þjálfararnir gefi tækifærið heldur er það leikmanna að sýna hvað í þeim býr. Þeir gerðu það ansi margir í bikarleiknum."

Miðjumaðurinn Guðmundur Kristjánsson lék sem afleysingamaður í miðverðinum í fyrsta leik en Rennico Clarke hefur ekki fengið leikheimild.

„Það eru tveir leikir búnir og við höfum haldið hreinu í þeim báðum. Það er ásættanlegt. Pétur (Viðarsson) hefur staðið vaktina eins og maður átti von á og Gummi hefur spilað mjög vel í miðverðinum, var frábær gegn Grindavík. Það er ekkert flókið að spila vörn!"

Ólafur segir að leikheimild fyrir Clarke ætti vonandi að detta inn á næstu dögum.

„Það hefur verið svakaleg flækja á þessum pappírsmálum. Hann er með vegabréf frá Jamaíka og verið í Bandaríkjunum í þrjú ár. Það þarf sakavottorð frá báðum löndum og ekki hægt að senda þetta. Hann er í sólinni í Jamaíka að standa í pappírsveseni."

Þá hefur FH annan miðvörð í Eddi Gomes sem kom á láni frá kínversku félagi. Talað hefur verið um að óvíst sé að hann muni geta spilað fyrir Hafnarfjarðarliðið þar sem hann hefur verið meiddur.

„Eddi hefur verið að æfa undir þjálfarateyminu en í síðustu viku fór hann að æfa með liðinu. Hann er hægt og bítandi að koma inn í liðsæfingarnar. Það lítur vel út með hann og vonandi nær hann að koma sér í þannig stand að hann geti spilað. Það verður spennandi að sjá hvort við náum því áður en lánssamingnum lýkur," segir Óli Kristjáns en viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

2. umferð Pepsi-deildarinnar:

sunnudagur 6. maí
16:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
17:00 Fylkir-KA (Egilshöll)
19:15 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)

mánudagur 7. maí
19:15 Keflavík-Grindavík (Nettóvöllurinn)
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
Athugasemdir
banner