Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. maí 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spá þjálfara í 2. deildinni: 4. sæti
Leiknir Fáskrúðsfirði
Spánverjarnir mættu á dögunum.
Spánverjarnir mættu á dögunum.
Mynd: Leiknir F
Björgvin Stefán Pétursson
Björgvin Stefán Pétursson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arkadiusz Jan Grzelak
Arkadiusz Jan Grzelak
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Izaro
Izaro
Mynd: Jóhanna Kr. Hauksdóttir
Heiðar Snær
Heiðar Snær
Mynd: Leiknir F.
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Leiknir F. 89 stig
5. Magni 66 stig*
6. ÍR 66 stig
7. KV 52 stig*
8. KF 52 stig
9. Kári 39 stig
10. Reynir S. 36 stig
11. Fjarðabyggð 35 stig
12. Völsungur 33 stig

*KV var hæst spáð 4. sæti en KF var hæst spáð 5. sæti.
*Magna var hæst spáð efsta sæti en ÍR hæst spáð 4. sæti

Lokastaða í fyrra: Leiknir endaði í 12. sæti Lengjudeildarinanr í fyrra. Liðið var þunnskipað og gekk illa að skora mörk og fékk flestu mörkin á sig. Liðið féll á markatölu, var sex mörkum frá því að halda sér uppi. Liðið skoraði fjótán af nítján mörkum sínum á heimavelli og fékk sjö stig af tólf heima.

Þjálfarinn: Brynjar Skúlason tók við Leiknismönnum fyrir tímabilið 2019 eftir að hafa þjálfað Huginn þar áður um dágóða stund. Hann kom Hugin meðal annars upp í næst efstu deild árið 2015. Brynjar hefur sannað það að hann er virkilega fær í því sem hann gerir. Hann kom Leikni upp í næstefstu deild eftir að hafa verið spáð falli úr 2. deild. Binni er 42 ára gamall.

Álit Ástríðunnar:
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan er leiðandi í umfjöllun um 2. deild. Þáttarstjórnendur gefa sitt álit á liðunum fyrir mót.

Ástríðan segir – Leiknir
„Leiknismenn féllu úr Lengjudeildinni eftir mikla dramatík í fyrra. Bæði leikmenn og þjálfari vita nákvæmlega hvað þarf til þess að ganga vel í Ástríðudeildunum. Ótímabær spá Ástríðunnar spáði Leikni F. í 2.sæti þar sem aðal ástæðan var sú að ekki mætti vanmeta þá og Brynjar Skúla þjálfara."


Styrkleikar: „Leiknismenn búa yfir rosalegum anda sem fá önnur lið búa yfir. Leikmenn og þjálfari eru samstilltir á það að spila með háa ákefð sem erfitt er að eiga við. Fjarðabyggðarhöllin hefur verið mjög sterkur heimavöllur undanfarin ár og verður það áfram. Sömuleiðis er til staðar sterkur kjarni sem saman hefur farið upp og niður um deildir undanfarin ár. Kjarni sem hefur verið styrktur með heimkomu Hilmars Bjarts frá Fram. Brynjar Skúla þjálfari hefur margoft sannað ágæti sitt fyrir austan og Ástríðan trúir því að enn einu sinni muni hann gera það í sumar."

Veikleikar: „Leiknismenn hafa misst sterka leikmenn í Daniel Garcia, Jesus Suarez og Unnari Ara. Spurning hvort ungir strákar verði klárir í að fylla þessi skörð. Fallið í fyrra gæti hafa slegið aðeins úr þeim vindinn en þeir þurfa að mæta klárir um leið og mótið byrjar ef vel á að ganga."

Lykilmenn: Björgvin Stefán, Arkadiusz Jan og Izaro Abella Sanchez

Gaman að fylgjast með: Heiðar Snær Ragnarsson. Drengur fæddur 2002 og hefur nú þegar spilað 53 leiki fyrir Einherja. Vakti mikla athygli í fyrra fyrir góða spilamennsku og verður spennandi að sjá hann á hærra leveli.

Komnir:
Heiðar Snær Ragnarsson, Einherja
Hilmar Freyr Bjartþórsson, Fram
Imanol Vergara Gonzalez, Spánn
Ínigo Albizuri Arruti, Spánn
Eduardo de Prados, Spánn

Farnir:
Unnar Ari Hansson, Þróttur V
Bergsteinn Magnússon, hættur
Daniel Garcia Blanco, Spann
Jesus Meneses Sabater, Vestri
Kifah Mourad, Völsungur
Sólmundur Björgúlfsson, Þróttur N
Jesus Suarez, Spann.
David Fernadez, Spánn
Sæþór Viðarsson, ?

Fyrstu þrír leikir:
8. maí ÍR úti
15. maí Haukar heima
22. maí KF úti

Sjá einnig:
Hin hliðin - Björgvin Stefán Pétursson
Athugasemdir
banner
banner
banner