Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. júní 2021 10:00
Arnar Laufdal Arnarsson
Sex ungstirni sem gætu sprungið út á EM
Nuno Mendes orðaður við stærstu risa evrópu
Nuno Mendes orðaður við stærstu risa evrópu
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net
Mikkel Damsgaard spilar á Ítalíu.
Mikkel Damsgaard spilar á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Pedri, vonarstjarna Barcelona.
Pedri, vonarstjarna Barcelona.
Mynd: Getty Images
Gravenberch er einn af mörgum spennandi úr akademíu Ajax.
Gravenberch er einn af mörgum spennandi úr akademíu Ajax.
Mynd: Getty Images
Josko Gvardiol.
Josko Gvardiol.
Mynd: Getty Images
Evrópumótið í fótbolta, EM alls staðar, hefst 11. júní.

Fréttaritari setti saman sex leikmanna lista af ungstirnum sem kannski ekki allir kannast við en gætu sprungið út á þessu Evrópumóti.

Þessir sex leikmenn eiga það sameiginlegt að vera allir gríðarlega efnilegir og þeir hafa ekki endilega fast sæti í þeirra landsliði en gætu fengið traustið á mótinu til að sýna sig og sanna.

Nuno Mendes / Portúgal (2002)

Markaðsverð - 40 milljónir evra
Vinstri bakvörður Sporting Lissabon sem allir stærstu risar Evrópu eru með augun á en hann hefur nýlega verið orðaður við Real Madrid og Man Utd. Mendes byrjaði 29 leiki á tímabilinu, skoraði eitt mark og lagði upp eitt. Mendes á nú þegar þrjá A-landsliðsleiki fyrir Portúgal þrátt fyrir ungan aldur og gæti spilað stóra rullu í liði ríkjandi Evrópumeistara.

Mikkel Damsgaard / Danmörk (2000)

Markaðsverð - 13 milljónir evra
Vinstri kantmaður sem leikur með Sampdoria á Ítalíu, byrjaði 18 leiki í Serie A þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði upp fjögur. Damsgaard spilaði sinn fyrsta leik fyrir Danmörku í undankeppninni í 8-0 sigri á Moldóvu þar sem hann skoraði tvö og lagði upp tvö.

Pedri / Spánn (2002)

Markaðsverð - 70 milljónir evra
Nýjasta vonarstjarnan hjá Barcelona, byrjaði 28 leiki í La Liga þar sem hann skoraði 3 mörk og lagði upp 3. Börsungar binda gríðarlega miklar vonir við þennan kappa og undirritaður vonar svo sannarlega að Pedri muni leika stórt hlutverk í þessu spænska liði sem gæti farið langt.

Adam Hlozek / Tékkland (2002)

Markaðsverð - 17 milljónir evra
Framherji Sparta Prag í Tékklandi sem hefur verið á eldi heima fyrir, 15 mörk og 8 stoðsendingar í aðeins 18 byrjunarliðsleikjum. Sparta Prag neitaði tilboðum frá Arsenal og Bayern árið 2017 en hann hefur nýlega verið orðaður við West Ham. Þrátt fyrir ungan aldur hefur kappinn leikið 85 leiki fyrir aðallið Spörtu og þykir hann gríðarlegt efni.

Ryan Gravenberch / Holland (2002)

Markaðsverð - 33 milljónir evra
Einn af fjölmörgum leikmönnum sem Ajax hefur verið að framleiða undanfarin ár. Fjölhæfur miðjumaður með frábæra líkamlega getu sem var í lykilhlutverki hjá Ajax sem urðu bikar og Hollandsmeistarar, byrjaði 31 leik, skoraði þar þrjú mörk og lagði upp tvö.

Josko Gvardiol / Króatía (2002)

Markaðsverð - 19 milljónir evra
Fjölhæfur varnarmaður sem getur spilað stöðu miðvarðar sem og vinstri bakvörð. Spilaði þetta tímabil á láni hjá D. Zagreb en sumarið 2020 var Gvardiol nánast genginn til liðs við Leeds rétt áður en RB Leipzig keyptu hann á 19 milljónir evra frá D. Zagreb.

Markaðsverðin eru tekin af Transfermarkt.com.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner