Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. júní 2023 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Elías Már og Kristófer úr leik í umspilinu
Elías Már fer ekki í úrvalsdeildina
Elías Már fer ekki í úrvalsdeildina
Mynd: NAC Breda
Elías Már Ómarsson og Kristófer Ingi Kristinsson eru báðir úr leik í umspilinu um sæti í hollensku úrvalsdeildina.

Elías Már kom inná sem varamaður í hálfleik er Breda tapaði fyrir Emmen, 2-0, í undanúrslitum umspilsins í dag. Emmen vann fyrri leikinn 2-1 og fer því samanlagt áfram í úrslit, 4-1.

Kristófer Ingi kom við sögu á 106. mínútu í framlengingu er VVV Venlo tapaði í vítakeppni fyrir Almere City. Báðum leikjunum lauk með 1-1 jafntefli og þurfti því framlengingu og vítakeppni til að knýja fram sigurvegara.

Venlo klúðraði öllum vítaspyrnum sínum en Almere skoraði úr tveimur.

Arnór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem tapaði fyrir Brommapojkarna, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Andri Lucas Guðjohnsen kom inná sem varamaður á 72. mínútu og Ari Freyr Skúlason tæpum tíu mínútum síðar. Arnór Ingvi Traustason var ekki með í dag.

Norrköping er í 6. sæti með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner