Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. júlí 2020 16:15
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Margir hjallar sem við þurfum að stíga yfir
Kemur fyrsta mark Gróttu á morgun?
Kemur fyrsta mark Gróttu á morgun?
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Nýliðar Gróttu mæta HK í Pepsi Max-deildinni á morgun. Grótta er án stiga og hefur ekki skorað mark eftir þrjá leiki og mikilvæg viðureign framundan.

„Allir leikir eru mikilvægir og þetta er næsti leikur. Þetta er okkar annar heimaleikur og við verðum að gera hann sterkan. Við erum að undirbúa okkur vel og ætlum að halda þessum þremur stigum sem eru í boði hjá okkur," segir Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.

„HK-ingar eru nokkuð óútreiknanlegir. Þeir unnu frábæran útisigur gegn KR mjög sannfærandi og svo kíkti ég á Valsleikinn hjá þeim. Þar mættu þeir sterku Valsliði og það var á brattann að sækja hjá Brynjari og félögum eftir að þeir fengu rautt spjald. Ég held að leikirnir sem eru að baki gefi engar vísbendingar um hvað gerist á morgun."

Hefur Ágúst ekki áhyggur af því að sjálfstraustið minnki hjá hans mönnum þegar byrjunin er svona erfið?

„Við erum að mínu viti að taka skref í hverjum leik. Þetta fer í reynslubankann og við þurfum að stíga yfir ákveðna hjalla. Við þurfum að skora mörk og höfum ekki enn náð því í deildinni. Við þurfum að fá fyrstu stigin. Það eru margir hjallar sem við þurfum að stíga yfir og þetta er bara þroskandi. Við erum að leita eftir því núna að skora mörk og fá stig, þá verður þetta miklu auðveldara," segir Ágúst.

Kemur fyrsta deildarmarkið á morgun?

„Það styttist í fyrsta markið og ég vonast til að það komi á morgun. Ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leik þá þurfum við líklega að skora. Við erum í brekku núna en ætlum niður fljótlega og sýna hvað í okkur býr."

Skoski sóknarmaðurinn Kieran McGrath gekk í raðir Gróttu í vikunni en hann mun ekki spila næstu tvo leiki liðsins þar sem Grótta lætur hann í sóttkví.

Sjá einnig:
Grótta lætur nýjan leikmann sinn í sóttkví

föstudagur 3. júlí
20:00 Valur-ÍA (Origo völlurinn)

laugardagur 4. júlí
14:00 Grótta-HK (Vivaldivöllurinn)
14:00 Fjölnir-Fylkir (Extra völlurinn)
17:00 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)

sunnudagur 5. júlí
16:00 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner