Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. júlí 2021 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur Theódór sagður á óskalista Breiðablik
Lengjudeildin
Pétur Theódór Árnason.
Pétur Theódór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Pétur Theódór Árnason, sóknarmaður Gróttu, er á óskalista Breiðablik í Pepsi Max-deildinni.

Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.

„Pétur Theódór er orðaður við Breiðablik. Ég held að það séu ansi mörg tilboð sem hafi komið til Gróttumanna," sagði Elvar Geir Magnússon.

Pétur Theódór er markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með tíu mörk í níu leikjum. Hann vann með núverandi þjálfurum Breiðablik í Gróttu fyrir nokkru síðan.

Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðablik, var spurður út í leikmannamál Blika eftir 4-0 sigur á Leikni í dag.

„Pétur er leikmaður Gróttu í dag og þeirra mikilvægasti leikmaður. Ég myndi halda að flest lið myndu geta notað leikmann eins og Pétur. Við erum ánægðir með hópinn okkar, þannig er staðan," sagði Halldór en allt viðtalið við hann má sjá hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Íslenski boltinn og Ítalía á EM
Athugasemdir
banner
banner
banner