Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 03. júlí 2022 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Biancone gerir þriggja ára samning við Forest (Staðfest)
Biancone í leik með Monaco
Biancone í leik með Monaco
Mynd: EPA

Giulian Biancone er genginn til liðs við Nottingham Forest frá Troyes í Frakklandi en hann gerir þriggja ára samning við enska félagið.


BIancone er 22 ára gamall hægri bakvörður en hann lék sinn fyrsta leik fyrir Monaco á atvinnumannaferli sínum 18 ára gamall. Hann fór síðan á láni til Cercle Brugge í Belgíu í tvö ár.

Hann hjálpaði síðan Troyes að halda sæti sínu í efstu deild í Frakklandi á síðustu leiktíð eftir að félagið hafði unnið sér sæti í deildinni tímabilið á undan.

Biancone kemur til með að leysa Djedd Spence af hólmi en hann var á láni hjá Forest á síðustu leiktíð frá Middlesbrough. Hann er að öllum líkindum á leið til Tottenham.

Hann getur bæði spilað sem hægri bakvörður og miðvörður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner