Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kessie og Christensen verða kynntir í vikunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Joan Laporta, forseti Barcelona, staðfesti í viðtali í dag að Franck Kessie og Andreas Christensen verði kynntir sem nýir leikmenn í vikunni.


Þeir koma báðir á frjálsri sölu, Kessie frá Ítalíumeisturum AC Milan og Christensen frá stórveldi Chelsea.

Kessie hefur verið algjör lykilmaður í liði Milan undanfarin ár og þá spilaði Christensen 161 leik á fimm árum hjá Chelsea.

„Við munum kynna Kessie á miðvikudaginn og Christensen á fimmtudaginn," sagði Laporta og tjáði sig svo einnig um Raphinha og Ousmane Dembele.

„Raphinha vill koma til Barca. Við erum í viðræðum við Leeds en vandinn er að það eru önnur félög búin að leggja fram tilboð.

„Varðandi Ousmane þá buðum við honum samning og hann ræður hvort hann taki honum eða ekki. Við erum ekki búnir að setja honum nein tímamörk."

Chelsea er búið að komast að samkomulagi við Leeds um kaupverð á Raphinha en Brasilíumaðurinn ætlar að bíða með að samþykkja samninginn. Hann vonast til þess að Leeds og Barca komist að samkomulagi um kaupverð vegna þess að það er draumur hans að spila fyrir Börsunga.

Dembele er orðinn samningslaus og með nokkur tilboð á borðinu, meðal annars frá Barcelona. Frakkinn vill fá betur borgað og hefur þess vegna ekki samþykkt samningstilboðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner