Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 03. ágúst 2022 08:05
Elvar Geir Magnússon
Man Utd og Chelsea horfa til Vardy
Powerade
Jamie Vardy er 35 ára.
Jamie Vardy er 35 ára.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin fer af stað á föstudagskvöld! Foden, Vardy, Traore, Damsgaard, Ronaldo, Gomez, Angelino, Maddison og fleiri í slúðurpakkanum í dag.

Enski miðjumaðurinn Phil Foden (22) hefur samþykkt nýjan langtímasamning hjá Manchester City, að verðmæti 225 þúsund pundum á viku. (Mail)

Manchester United og Chelsea eru að skoða Jamie Vardy (35) sem á eitt ár eftir af núgildandi samningi sínum við Leicester. United og Chelsea eru bæði í leit að sóknarmanni til að auka breidd sína. (90min)

Tottenham er líklegt til að snúa sér að vængmanninum Adama Traore (26) hjá Wolves ef félagið nær ekki samkomulagi við Roma varðandi miðjumanninn Nicolo Zaniolo (23). (90min)

Tilboð Brentford upp á 16,7 milljónir punda í danska landsliðsmiðjumanninn Mikkel Damsgaard (22) hefur verið samþykkt af Sampdoria. (Sky Sports)

Félag frá Sádi-Arabíu segir að tilboð sitt í Cristiano Ronaldo (37) verði áfram á borðinu fram yfir HM ef framtíð hans verður áfram í óvissu. (CBS Sports)

Manchester City hefur hafið viðræður við Anderlecht um spænska vinstri bakvörðinn Sergio Gomez (21), hann er varakostur fyrst erfiðlega hefur gengið að fá Marc Cucurella (24) frá Brighton. (Times)

Brighton skoðar að fá spænska bakvörðinn Angelino (25) frá RB Leipzig sem möguleika til að fylla skarð Cucurella sem Chelsea hefur áhuga á. (Sky Sports Germany)

Leicester hefur hafnað öðru tilboði Newcastle í enska miðjumanninn James Maddison (25), tilboði upp á rúmlega 40 milljónir punda. (Sky Sports)

Newcastle hefur einnig áhuga á enska vængmanninum Harvey Barnes (24) hjá Leicester. (Guardian)

Fulham hefur gert tilboð í Eric Bailly (28), varnarmann Manchester United. (Football Insider)

Chelsea hefur áhuga á enska bakverðinum Kyle Walker-Paters (25) hjá Southampton. (Guardian)

Everton hefur ekki áhuga á að fá Ross Barkley (28) eða Michy Batshuayi (28) þrátt fyrir að hafa verið orðað við þessa leikmenn Chelsea. (iSport)

Sevilla er að ganga frá samkomulagi um brasilíska vinstri bakvörðinn Alex Telles (29) frá Manchester United. (Fabrizio Romano)

Franski varnarmaðurinn Malang Sarr (23) hjá Chelsea vill frekar fara til Mónakó frekar en Fulham sem vill fá leikmanninn. (Standard)

West Ham horfir aftur til Maxwel Cornet (25) hjá Burnley þar sem félaginu gengur illa að tryggja sér Filip Kostic (29), serbneska landsliðsmanninn hjá Eintracht Frankfurt. (Mail)

Ítalska stórliðið Juventus gæti gert tilboð í Kostic sem getur spilað á vinstri vængnum eða sem vinstri vængbakvörður. (Calciomercato)

Spænski varnarmaðurinn Pablo Marí (28) hjá Arsenal er nálægt því að ganga í raðir Monza. (Mail)

Sheffield United hefur færst fyrir framan Brighton, Southampton og Leicester í baráttunni um að fá enska miðjumanninn James McAtee (19) frá Manchester City. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner