Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. ágúst 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Vill ekki fá leikmenn sem taka þátt í Afríkukeppninni
Aurelio de Laurentiis.
Aurelio de Laurentiis.
Mynd: Getty Images
Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, vill ekki kaupa leikmenn sem taka þátt í Afríkukeppninni. Liðið var án tveggja lykilmanna í sex leiki janúar og febrúar þar sem þeir voru að taka þátt í Afríkukeppninni.

Senegalinn Kalidou Koulibaly, sem nú er kominn til Chelsea, og kamerúnski miðjumaðurinn Andre-Frank Zambo Anguissa fóru báðir til að taka þátt í keppninni.

Stórlið í Evrópu hafa þurft að losa marga öfluga leikmenn á miðju tímabili í gegnum árin, þegar Afríkukeppnin fer fram.

„Ég er búinn að fá nóg af afrískum leikmönnum, ekki nema þeir hafni því að spila í Afríkukeppninni. Ég er ekki að fara að kaupa fleiri afríska leikmenn," segir De Laurentiis.
Athugasemdir
banner
banner
banner