Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   lau 03. ágúst 2024 21:20
Sölvi Haraldsson
Alvarez ósáttur og skoðar stöðuna - Arsenal hefur áhuga
Hann ætlar að skoða stöðuna sína hjá Man City nánar.
Hann ætlar að skoða stöðuna sína hjá Man City nánar.
Mynd: Getty Images

Julian Alvarez, framherji Man City, segist ætla að skoða stöðu sína hjá félaginu nánar. Hann segir að hann hafi fengið að spila mjög margar mínútur í fyrra með liðinu en ekki í stóru leikjunum. Fyrir það er hann ekkert sérlega sáttur.


Í fyrra var ég einn af leikjahæstu leikmönnum tímabilsins hjá Man City. En það er satt að ég var oftar en ekki tekinn úr byrjunarliðinu fyrir stóru leikina. Það er ekki gaman að vera skilinn eftir, ég ætla að taka mér tíma að hugsa málin.‘ sagði Alvarez sem ætlar að taka stöðuna þegar Ólympíuleikarnir klárast.

Um leið og Ólympíuleikarnir klárast ætla ég að gefa mér tíma í að hugsa hvað ég vil. Kannski er það bara pirrandi að fá ekki að spila í stóru leikjunum, leikmenn vilja hjálpa til inn á vellinum.‘ sagði Argentínumaðurinn sem er staddur á Ólympíuleikunum í Frakklandi núna.

Pep Guardiola var spurður um Alvarez á blaðamannafundi í dag.

‚Hann spilaði mikið í fyrra. Vill hann meira? Það er fínt. Það er ástæðan afhverju hann er að hugsa málin sín, svo þegar hann kemst að niðurstöðu lætur hann okkur vita.‘ sagði Spánverjinn.

Arsenal hefur sýnt mikinn áhuga á Alvarez undanfarna daga. Skytturnar hafa verið þekktir fyrir að sækja menn frá City seinustu ár. 2021 sóttu þeir þjálfarann Nicolas Jover sem sérhæfir sig í föstum leikatriðum og breytti Arsenal í eitt besta hornspyrnulið deildarinnar. 

Ári seinna sóttu þeir vinstri bakvörðinn Zinchenko frá City og brassann Gabriel Jesus.

Alvarez er talinn vera metinn á 80 milljónir punda hjá Manchester City. Argentínumaðurinn hefur spilað 103 leiki fyrir City en skorað í þeim 36 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner