Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   lau 03. ágúst 2024 10:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Yan Couto til Dortmund (Staðfest)
Mynd: Dortmund

Brasilíski bakvörðurinn Yan Couto er genginn til liðs við Dortmund frá Manchester City.


Hann verður á láni á komandi tímabili en hann mun ganga alfarið til liðs við Dortmund ef honum tekst að uppfylla ákveðin skilyrði. Dortmund mun þá borga 30 milljónir evra fyrir hann.

Couto er 22 ára gamall hægri bakvörður en hann gekk til liðs við City frá Coritiba í heimalandinu árið 2020. Hann hefur verið á láni allar götur síðan. Hann var hjá Girona í þrjú ár og Braga í eitt ár.

Hann var fastamaður í liði Girona sem kom gríðarlega á óvart á síðustu leiktíð og hafnaði í 3. sæti spænsku deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner