
Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarmaður Stjörnunnar, var ánægð með 3-1 sigur liðsins gegn Selfossi í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Anna Björk skoraði annað mark Stjörnunnar í hörkuleik þar sem Selfoss gaf ekkert eftir.
Anna Björk skoraði annað mark Stjörnunnar í hörkuleik þar sem Selfoss gaf ekkert eftir.
,,Þetta var hörkuleikur. Selfoss kemur alltaf og gefur 100 prósent í alla leiki, þær eru bara orðnar þrusugott lið þó þær hafi misst þrjá mikilvæga leikmenn. Þetta var kærkominn sigur," sagði Anna Björk við Fótbolta.net.
,,Í stöðunni 1-1 skiptir mark númer þrjú miklu máli. Ef þær hefðu skorað hefðu þær orðið ennþá sterkari, og það mátti ekki hleypa lífi í leikinn. Við þurftum að vera þolinmóðar, við erum vanar því að skora fleira en eitt mark."
,,Þetta var kærkomið mark, fyrsta markið í sumar. Þetta var frábær bolti frá Sigrúnu og ég ákvað að stanga hann bara, það var gott að sjá hann inni. Þegar maður fær að fara fram í horn verður maður að nýta tækifærið. Það kom loksins að því."
Athugasemdir