Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   mið 03. september 2014 13:27
Elvar Geir Magnússon
Hólmfríður, Ólína og Katrín Ómars ekki í landsliðinu
Sigrún Ella Einarsdóttir valin
Sigrún Ella Einarsdóttir er í landsliðinu.
Sigrún Ella Einarsdóttir er í landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson.
Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var haldinn fréttamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem landsliðshópur kvennalandsliðsins fyrir heimaleiki gegn Ísrael og Serbíu var opinberaður. Um er að ræða leiki í undankeppni HM en Ísland á ekki lengur möguleika á að komast áfram.

Leikið verður gegn Ísrael 13. september og Serbíu fjórum dögum síðar. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi 20 leikmenn í hópinn en þar af eru 16 úr Pepsi-deildinni.

„Markmiðið með þessu verkefni er að fókusera á næstu keppni og þróa leik liðsins. Ég vildi að ég sæti hér fyrir framan ykkur að tala um úrslitaleiki í riðlinum en það var þungt högg að tapa fyrir Dönum. Frammistaðan var góð og undir eðlilegum kringumstæðum hefðum við átt að loka þeim þeik. Draumurinn um að komast á HM verður að bíða," sagði Freyr Alexandersson.

„Að mínu mati er mjög mikilvægt að við vinnum þessa tvo leiki. Það er algjör krafa frá okkur að vinna báða leikina."

Ísrael er í 55 sæti á heimslistanum. Styrkleikar liðsins er varnarleikur og markvarsla. Serbar eru í 44. sæti á heimslista og er með góða framherja og góða sendingagetu.

Reynslumiklir leikmenn eins og Hólmfríður Magnúsdóttir, Ólína Viðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir eru ekki valdir. Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir eru meiddar. Freyr segir rétt að horfa til yngri leikmanna í þessum verkefnum.

„Þeirra tími í landsliðinu er ekki liðinn en það er í þeirra höndum að komast í A-landsliðið. Þetta er rétti tímapunkturinn til að horfa fram í tímann."

Sigrún Ella Einarsdóttir í Stjörnunni er valin í fyrsta sinn en Freyr talaði um hana sem kantmann af „gamla skólanum" á fréttamannafundinum í dag.

Landsliðshópurinn:
Þóra Björg Helgadóttir - Fylkir
Sonný Lára Þráinsdóttir - Breiðablik
Sandra Sigurðarsdóttir - Stjarnan

Anna María Baldursdóttir - Stjarnan
Arna Sif Arngrímsdóttir - Þór/KA
Glódís Perla Viggósdóttir - Stjarnan
Elísa Viðarsdóttir - Kristianstads
Anna Björk Kristjánsdóttir - Stjarnan

Dóra María Lárusdóttir - Valur
Sigrún Ella Einarsdóttir - Stjarnan
Sara Björk Gunnarsdóttir - Malmö
Guðný Björk Óðinsdóttir - Kristianstads
Rakel Hönnudóttir - Breiðablik
Hallbera Guðný Gísladóttir - Valur
Dagný Brynjarsdóttir - Selfoss
Ásgerður St. Baldursdóttir - Stjarnan
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Arna-Björnar

Fanndís Friðriksdóttir - Breiðablik
Harpa Þorsteinsdóttir - Stjarnan
Guðmunda Brynja Óladóttir - Selfoss
Athugasemdir
banner