Kolbeinn Sigþórsson var í skýjunum eftir 1-0 sigur Íslands gegn Hollandi í kvöld en fyrir leikinn hafði Holland aldrei tapað heimaleik í undankeppni EM.
„Þetta er algjör draumur, sérstaklega fyrir mig að ná tvisvar að sigra Hollendinga. Fyrir mig er þetta mjög sérstakt og hvað þá fyrir alla þjóðina,“ sagði Kolbeinn.
„Við þurfum bara að klára þetta heima gegn Kasökum. Við þurfum að halda ró og koma mönnum niður á jörðina helst á morgun.“
Hollendingar fengu rautt spjald í fyrri hálfleik þegar Bruno Martins Indi sló Kolbein.
„Ég bara datt með honum og vissi að þetta væri leikmaður sem gerir heimskulega hluti. Ég var búinn að segja strákunum að láta hann ekki pirra sig. Þetta var bara heimskulegt hjá honum,“ sagði Kolbeinn en viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
„Þetta er algjör draumur, sérstaklega fyrir mig að ná tvisvar að sigra Hollendinga. Fyrir mig er þetta mjög sérstakt og hvað þá fyrir alla þjóðina,“ sagði Kolbeinn.
„Við þurfum bara að klára þetta heima gegn Kasökum. Við þurfum að halda ró og koma mönnum niður á jörðina helst á morgun.“
Hollendingar fengu rautt spjald í fyrri hálfleik þegar Bruno Martins Indi sló Kolbein.
„Ég bara datt með honum og vissi að þetta væri leikmaður sem gerir heimskulega hluti. Ég var búinn að segja strákunum að láta hann ekki pirra sig. Þetta var bara heimskulegt hjá honum,“ sagði Kolbeinn en viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir