Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. september 2022 14:05
Aksentije Milisic
Myndband: Van Dijk heppinn að fá ekki rautt spjald?
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Everton og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í hádegisleiknum í enska boltanum í dag en það vantaði svo sannarlega ekki færin.


Liverpool átti þrjú skot í tréverkið og Everton eitt og þá fengu bæði lið nokkra sénsa til þess að skora í leiknum. Everton tókst það en VAR dæmdi markið af vegna rangstöðu.

Á 77.mínútu fékk Virgil van Dijk gult spjald fyrir groddaralegt brot á Amadou Onana, leikmanni Everton.

Dijk fór þá með takkanna beint í legginn á Onana sem lág eftir eins og gefur að skilja.

Dijk slapp með gult spjald en ekki eru allir sammála um að það hafi verið réttur dómur.

Atvikið má sjá hér.


Athugasemdir
banner
banner