
Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, var kátur eftir markalaust jafntefli Tindastóls á heimavelli gegn Keflavík í neðri hluta Bestu deildar kvenna í dag.
Lestu um leikinn: Tindastóll 1 - 1 Keflavík
Tindastóll er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti eftir jafnteflið, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.
„Ég er gríðarlega stoltur af vinnuframlagi leikmanna í dag, mér fannst þær gefa allt í verkefnið. Mér fannst þetta frekar jafn leikur heilt yfir og niðurstaðan sanngjörn," sagði Donni að leikslokum og minntist á mikilvægi þess að gefa ungum og uppöldum stelpum tækifæri með aðalliðinu.
„Þetta er fjögurra liða mót og allir leikirnir eru gríðarlega mikilvægir."
Tindastóll á eftir að spila útileik á Selfossi og heimaleik gegn ÍBV.
Athugasemdir