Tindastóll og Keflavík gerðu 1-1 jafntefli í eina leik kvöldsins í Bestu deild kvenna þar sem liðin hefja fallbaráttuna í neðri hlutanum.
Lestu um leikinn: Tindastóll 1 - 1 Keflavík
Keflavík er í fallsæti eftir jafnteflið en Jonathan Glenn þjálfari er bjartsýnn á framhaldið þó það séu aðeins tveir leikir eftir af tímabilinu.
„Við fengum góð færi til að sigra leikinn en við náðum í jafntefli á erfiðum útivelli. Við þurfum bara að bæta upp fyrir þetta í næstu tveimur leikjum," sagði Jonathan að leikslokum, en Keflavík væri þegar fallið niður um deild á eðlilegu deildartímabili.
„Ég er mjög ánægður með tvískiptingu deildarinnar, þetta gefur okkur mikilvæga auka leiki og sérstaklega í seinni hlutanum þegar við fáum jafnari leiki."
Keflavík á næst útileik gegn ÍBV og segir Jonathan að leikplanið verði svipað þar og gegn Stólunum. Keflvíkingar munu mæta til Vestmannaeyja til að sigra, en eftir það er heimaleikur gegn botnliði Selfoss í lokaumferðinni.























