Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 03. september 2024 16:22
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Jón Dagur spenntur fyrir nýjum kafla: Hertha það eina sem ég vildi gera
Icelandair
Jón Dagur yfirgaf OH Leuven í Belgíu og samdi við Herthu Berlín.
Jón Dagur yfirgaf OH Leuven í Belgíu og samdi við Herthu Berlín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með þessi skipti. Fyrstu dagarnir hafa verið flottir, fyrstu mínúturnar komnar og fyrsti sigurinn. Bara virkilega góð byrjun," segir Jón Dagur Þorsteinsson sem líkt og margir landsliðsmenn skipti um félag núna í sumar.

Hertha Berlín er hans nýja lið en þessi stóri klúbbur er í B-deildinni og ætlar sér að sjálfsögðu að komast upp í Bundesliguna.

„Það er algjörlega markmiðið númer eitt, tvö og þrjú að komast upp. Þetta er virkilega góður hópur og nokkrir virkilega góðir leikmenn fram á við. Það er mikil samkeppni en vonandi fær maður að spila sem flestar mínútur."

Jón Dagur segir að þegar hann frétti af áhuga félagsins hafi hann strax verið ákveðinn í að vilja fara til Berlínar.

Hann er kominn hingað til Íslands til móts við landsliðið, sem býr sig undir leikinn gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli og svo Tyrklandi í Þjóðadeildinni á útivelli á mánudag.

„Það er gaman að byrja á heimavelli og svo skemmtilegur útileikur í kjölfarið. Það er stutt milli leikja en við erum með góðan hóp og marga leikmenn svo það verður ekkert mál," segir Jón Dagur.
Athugasemdir