William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
banner
   þri 03. september 2024 16:22
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Jón Dagur spenntur fyrir nýjum kafla: Hertha það eina sem ég vildi gera
Icelandair
Jón Dagur yfirgaf OH Leuven í Belgíu og samdi við Herthu Berlín.
Jón Dagur yfirgaf OH Leuven í Belgíu og samdi við Herthu Berlín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með þessi skipti. Fyrstu dagarnir hafa verið flottir, fyrstu mínúturnar komnar og fyrsti sigurinn. Bara virkilega góð byrjun," segir Jón Dagur Þorsteinsson sem líkt og margir landsliðsmenn skipti um félag núna í sumar.

Hertha Berlín er hans nýja lið en þessi stóri klúbbur er í B-deildinni og ætlar sér að sjálfsögðu að komast upp í Bundesliguna.

„Það er algjörlega markmiðið númer eitt, tvö og þrjú að komast upp. Þetta er virkilega góður hópur og nokkrir virkilega góðir leikmenn fram á við. Það er mikil samkeppni en vonandi fær maður að spila sem flestar mínútur."

Jón Dagur segir að þegar hann frétti af áhuga félagsins hafi hann strax verið ákveðinn í að vilja fara til Berlínar.

Hann er kominn hingað til Íslands til móts við landsliðið, sem býr sig undir leikinn gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli og svo Tyrklandi í Þjóðadeildinni á útivelli á mánudag.

„Það er gaman að byrja á heimavelli og svo skemmtilegur útileikur í kjölfarið. Það er stutt milli leikja en við erum með góðan hóp og marga leikmenn svo það verður ekkert mál," segir Jón Dagur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner