Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. október 2020 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór nöfn orðuð við Kórdrengi
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir munu að öllum líkindum spila í Lengjudeild karla næsta sumar.

Kórdrengir eru með frábæra leikmenn í sínum röðum og það má gera ráð fyrir því að leikmannahópurinn verði enn sterkari á næstu leiktíð.

Það eru nú þegar ýmsar sögur á lofti varðandi leikmenn sem gætu verið á leið í Kórdrengi. Nöfnum var kastað fram í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.

Þjálfararnir Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon voru gestir í þættinum. Þær giska báðir á það að Gary Martin muni yfirgefa ÍBV og fara í Kórdrengi. Hann taki því annað tímabil í Lengjudeildinni næsta sumar.

„Ég held að það sé bara klappað og klárt," sagði Úlfur Blandon.

„Ég á erfitt með að sjá hann taka annað tímabil í Lengjudeildinni," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Ég á líka erfitt með að sjá það, en maður veltir því fyrir sér miðað við allt sem er í gangi hvort að þjálfarar í Pepsi Max-deildinni séu tilbúnir að veðja á þennan hest. Ég veit ekki með það," sagði Úlfur og þá sagði Tómas.

„Nei, það þarf allt að ganga upp. Honum þarf að líða vel, ganga vel, liðinu þarf að ganga vel og það þarf að nudda hann, kyssa hann og knúsa hann. En þegar allt þetta gengur upp, þá skorar hann mörk og þú getur unnið titla."

Sam Hewson, leikmaður Fylkis, er líka orðaður við Kórdrengi og Guðmann Þórisson, varnarmaður FH.

„Þetta er orðið á götunni," sagði Úlfur.

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Boltahringborð, VAR og xG
Athugasemdir
banner
banner
banner