Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 03. október 2023 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Shakhtar vill skaðabætur frá Tottenham
Mynd: Tottenham
Mynd: Fulham
Serhiy Palkin, framkvæmdastjóri úkraínska stórveldisins Shakhtar Donetsk, vill að félagið fái greiddar skaðabætur vegna félagsskiptamáls Manor Solomon og vill fá greiddar skaðabætur.

Solomon er 24 ára gamall Ísraeli sem Shakhtar keypti fyrir 6,5 milljónir evra í janúar 2019.

Hann var lykilmaður í liði Shakhtar en fékk að fara til Fulham á lánssamningi í fyrrasumar, nokkrum mánuðum eftir innrás Rússa inn í Úkraínu.

Solomon vildi skiljanlega ekki verða eftir í stríðshrjáðri Úkraínu og fór til Fulham á láni. Eftir eitt tímabil á láni þar fékk hann að fara til Tottenham á frjálsri sölu, þökk sé nýrri reglugerð FIFA sem var sett upp til að útlendir fótboltamenn í Úkraínu og Rússlandi hefðu val um að forða sér án þess að rjúfa samningsskyldu.

Solomon nýtti sér það og skrifaði undir samning við Tottenham, en Shakhtar situr eftir með óbragð í munni þar sem félagið fékk engar skaðabætur fyrir að missa einn af sínum dýrmætustu leikmönnum.

„Við borguðum 6,5 milljónir evra, sem ég tel ekki vera mikinn pening fyrir félag eins og Tottenham. Við viljum engan gróða en mér þætti sanngjarnt ef þeir gætu bætt það sem við borguðum fyrir hann," segir Palkin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner